Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
hrm.is Rannsóknir og mælingar

Starfsánægja - Vinnustaðagreiningar

HRM - Rannsóknir og ráðgjöf hefur framkvæmt fjölda vinnustaðagreininga frá árinu 2004 með mælitæki Evrópsku starfsánægjuvísitölunnar. Mælitækið (EEI) gefur einstakt tækifæri til að varpa ljósi á ýmsa áhrifaþætti starfsánægju og hvatningar sem og á ávinninginn í formi hollustu og tryggðar. Í mælingum er notaður samanburðargrunnur úr mælingum hér á landi og frá Norðurlöndunum fyrir stærri fyrirtæki. Einnig hafa verið byggðir upp gagnagrunnar fyrir einstaka atvinnugreinar sem nýta má í samanburði. HRM hefur unnið fyrir m.a. Norvikur samsteypuna (BYKO og Kaupás), Teris, Calidris, Bílastæðasjóð, Verslunarskólann, Iðnskólann í Reykjavík, Landsteina-Streng, Hug-Ax og fjölda annarra fyrirtækja sem og opinberar stofnanir.

Lesa meira...
 

Starfslokagreiningar

HRM tekur að sér að gera bæði kannanir og taka viðtöl meðal starfsmanna sem hafa sagt upp störfum. HRM heldur jafn­framt markvisst utan um niðurstöður fyrir hvert einstakt fyrirtæki. Þannig er hægt að greina þróun mála og niðurstöður eftir tímabilum ef þurfa þykir. Til að tryggja áreiðanleika og réttmæti upp­lýsinga í starfslokagreiningum er mikilvægt að fá óháða aðila til að sjá um framkvæmdina.
Lesa meira...
 OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.