Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
hrm.is Umsagnir

Samskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í flutningum og tengdri þjónustu í lofti, láði og á legi.

Við höfum fengið HRM rannsóknir og ráðgjöf, til liðs við okkur á námskeiðum sem haldin eru fyrir nýja starfsmenn. Þar höfum við brotið upp dagskrána með þessum kröftuga og skemmtilega leik þeirra, Heitur klukkutími, sem hefur fengið góða dóma hjá starfsmönnum. Í leiknum eru starfsmenn vaktir til umhugsunar um mikilvægi slagorðs Samskipa SAMAN NÁUM VIÐ ÁRANGRI og gildi fyrirtækisins ÞEKKING – FRUMKVÆÐI - SAMHELDNI eru samofin í leikinn. Einnig fá þátttakendur mjög skýra sýn á mikilvægi liðsheildarhugsunar, þess að setja sér markmið í starfi og að þeir miðli þekkingu og reynslu til hvors annars.

HRM hefur á að skipa góðum þjálfurum sem hafa fyllilega staðið undir væntingum okkar.

Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa

 

Í kjölfar samruna lögreglustjóraembættanna á höfuðborgarsvæðinu síðasta vetur var ákveðið að halda starfsdag með öllum stjórnendum embættisins í vor.

Til að brjóta upp daginn, þjappa liðsheildinni saman og vekja upp umræðu um ýmsa stjórnunarlega þætti fengum við til liðs við okkur þær Arneyju og Sigríði Þrúði hjá HRM með hópeflið “Heitan klukkutíma”. Stjórnendur með kröftugum og mark­vissum hætti virkjaðir til að hugsa um mikilvægi samstarfs, yfirfærslu þekkingar, markmiðssetningu, skipulags og markvissra vinnubragða svo dæmi séu tekin.

Hópeflið braut mjög vel upp hjá okkur daginn og þjappaði liðsheildinni vel saman. Það vakti okkur öll jafnframt til umhugsunar um ýmsa þætti sem lúta að því hvort samstarf eða samkeppni skili meiri árangri og hvernig megi miðla og yfirfæra þekkingu og auðlindir innan deilda og sviða, sem og á milli þeirra. Við höfum síðan í okkar daglegu stjórnunarstörfum notað markvisst, og stundum líka óbeint, ýmsa umræðufleti sem komu upp á yfirborðið í hita og þunga leiksins. Síðast en ekki síst, þá var hópeflið skemmtilegt og árangursríkt. Heitur klukkutími skilaði okkur sterkri liðsheild og nýrri sýn á lausn daglegra viðfangsefna.


Sigríður Hrefna Jónsdóttir, starfsmannastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

 

Fyrirtæki sækja vaxtarkraft sinn í auknum mæli í mannauð og þekkingarauð. Rétt menntað og þjálfað starfsfólk tryggir helst arðbæran rekstur. Iðnaðurinn vill ráða fleira betur menntað fólk. Iðnskólafélagið og Samtök iðnaðarins réðu HRM til að kanna viðhorf ungs fólks til iðn- og starfsnáms. Framlag HRM einkenndist af faglegri yfirsýn og skilaði mikilvægum upplýsingum sem reynast notadrjúgar við mótun áætlunar um kynningu á iðn- og starfsnámi. HRM hefur að mínu mati sannað hæfni til að vinna verkefni á þessu sviði; það býr yfir sérstakri reynslu, þekkingu og innsæi.

 

Verzlunarskóli Íslands fékk HRM til þess að meta starfsánægju meðal starfsmanna skólans og kynna síðan niðurstöður fyrir þeim. Skemmst frá að segja skilaði HRM greinargóðri skýrslu sem í senn var fróðleg, vakti margar spurningar um leið og hún staðfesti ýmislegt sem menn höfðu pata af - en kvað líka niður nokkra drauga. Skýrslan og umræður í kjölfar birtingar hennar eru góður grunnur fyrir það stefnumótunarstarf sem fyrir höndum er. Þá verður fróðlegt að endurtaka könnunina þegar kippt hefur verið í liðinn ýmsu því sem kom á daginn og stefna skólans endurskoðuð.

Lesa meira...
 

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Teris.

Terus hefur nýtt sér þjónustu HRM við mælingar á starfsánægju sl. fjögur ár. Starfssvið fyrirtækisins er mjög víðtækt, við erum með sérfræðinga á sviðum upplýsingatækni og fjármálaþjónustu sem með þekkingu sinni og reynslu byggja upp þekkingarbrunn fyrirtækisins á starfsemi fjármálafyrirtækja.

Lesa meira...
 
Fræðslumiðstöð sparisjóðanna hefur haldið námskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur sparisjóðanna frá 1997.  Framboð námskeiða fyrir almenna starfsmenn hefur verið mikið og einnig hefur stjórnendum og millistjórnendum gefist kostur á að sækja sér nám á háskólastigi.Í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hefur á íslenskum fjármálamarkaði undanfarin misseri og til að renna enn styrkari stoðum undir sparisjóðina töldum við ástæðu til að endurskoða námskeiðsframboð Fræðslumiðstöðvar sparisjóðanna sl. vor.
Lesa meira...
 OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.