Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
hrm.is Hópefli - Heitur klukkutími

Hópefli - Heitur klukkutími

Hentar vel til að brjóta markvisst upp starfsdaginn eða þegar þjappa þarf saman nýrri liðsheild s.s. eins og við samruna eða aðrar breytingar. Hentar einnig vel í nýliðaþjálfun og við ýmsar aðrar aðstæður.

Heitur klukkutími getur hentað vel sem stuðningstæki við ýmsar aðstæður og er líka ótrúlega skemmtilegt:

Dæmi um aðstæður sem nýta má Heitan klukkutíma:
 • Við upphaf eða lok ýmissa verk- eða þjálfunarferla.
 • Í stefnumótun eða gildaumræðu til að þjappa fólki saman og skerpa starfsandann eða opna/loka umræðu.
 • Í tengslum við leiðtoga- og stjórnendaþjálfun - t.d. þegar þjálfa á stjórnendur í notkun nýrra og sértækra stjórnunartækja sem kalla á að brjóta upp og endurhugsa nálgun og/eða framkvæmd.
 • Á starfsdögum fyrirtækisins eða starfsdögum einstakra deilda eða sviða.
 • Í breytingaferli til að þjappa nýjum einingum saman og fá fólk til að kynnast betur eigin styrkleikum og veikleikum sem og hvers annars.
 • Í örum vexti þegar koma þarf nýju starfsfólki inn í hópinn.
 • Á nýliðanámskeiðum til að láta starfsfólk kynnast og þjappa nýliðum saman sem hópi.

Markmiðin geta verið mjög mismunandi en hér eru dæmi um hvað má varpa ljósi á:

 • Stefnufestu.
 • Sköpunarkraft hópsins.
 • Samvinnu deilda, hópa eða sviða.
 • Miðlun þekkingar milli starfsfólks.
 • Stuðning milli einstaklinga og deilda í lærdómsferli, breytingaferli eða á álagstímum.
 • Samhæfingu og samvinnu milli deilda.
 • Stjórnun verkefna og starfsfólks.
 • Hvernig við vinnum undir álagi.
 • Hvernig menning er í fyrirtækinu, t.d. samkeppni eða samvinna, miðstýring eða dreifstýring o.s.frv.?
 • Markmiðssetningu - raunhæf eða óraunhæf.

Nálgun-áhersla:

 • Verkefnamiðað – markmiðssetning og aðferðir notaðar við úrlausn
 • Rekstrarmiðað – kröfur fjárfesta, arðsemi og að ná markmiðum
 • Þekkingarmiðað – flæði þekkingar milli einstaklinga og geta til að leiðbeina og miðla til annarra
 • Hópeflis- og skemmtimiðað – áhersla á að þjappa starfsfólki saman

 

 

 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.