Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
hrm.is Fræðsla og þjálfun Námskeið Í kjölfar uppsagna - fyrir starfsfólk

Í kjölfar uppsagna - fyrir starfsfólk

Þessi námskeið eru ætluð fyrir fyrirtæki sem stuðningsaðgerðir við starfsfólk í kjölfar uppsagna. Leiðbeinandi er Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, M.Ed. í persónulegri ráðgjöf (Counselling Psychology) {mosimage}

Námskeið A: Í kjölfar uppsagnar – að nýta breytingar sem tækifæri

Hámarksfjöldi: 5 manns (eða einstaklingsviðtöl).
Lengd: Tvö skipti - í eina og hálfa klukkustund í hvort skipti.

Aðstoð við einstaklinga við að vinna úr neikvæðri reynslu. Þátttakendur fá tækifæri til að tjá sig um uppsögnina,, á hlutlausum vettvangi og undir leiðsögn. Áhersla er á einstaklingana, tilfinningar þeirra og hvað megi læra af þessari reynslu. Markmiðið er að bæta líðan þátttakenda og gera þeim kleift að líta til framtíðar og nýta sér þessar breytingar í lífi sínu á jákvæðan hátt . tilfinningar sínar og upplifun


Námskeið B: Aðstoð við atvinnuleit – frá áhugasviði yfir í markvissa starfsleit og starfsviðtöl.

Hámarksfjöldi: 15 manns.
Lengd: Tvö skipti - í eina og hálfa klukkustund í hvort skipti.

Fjallað um áhugasvið og persónulega styrkleika og reynslu sem þarf að huga að áður en markviss starfsleit hefst. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna í eigin starfsferilskrá og fjallað um hvað þurfi að koma þar fram. Farið er yfir helstu leiðir við starfsleit og reynsla þátttakenda af fyrri atvinnuleit nýtt á uppbyggjandi hátt. Áhersla er lögð á mikilvægi frumkvæðis og að nota fjölbreyttar aðferðir við starfsleit. Farið er yfir algengar spurningar í starfsviðtölum og þátttakendur virkjaðir í að svara og einnig rætt um algengar gildrur og mistök umsækjenda í starfsviðtölum.


Einstaklingsráðgjöf - Áhugasviðskönnun (STRONG)

Fjöldi: Einstaklingsráðgjöf
Lengd: Eitt skipti – í eina og hálfa klukkustund.

Ef einstaklingur er óviss um hvaða stefnu skal taka í kjölfar uppsagnar, telur möguleika sína takmarkaða eða hefur margar ólíkar hugmyndir um framtíð sína, getur verið gagnlegt að nota áhugasviðskönnun til að greina hvar áhugasvið viðkomandi liggja og skoða námsleiðir og atvinnutækifæri í ljósi þeirra. Könnunin tekur um 30 mínútur og nokkrum dögum síðar eru niðurstöður skoðaðar í einstaklingsviðtali sem tekur um 60 mínútur.

Leiðbeinandi og ráðgjafi : Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
M.Ed. í persónulegri ráðgjöf (Counselling Psychology)

 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.