HRM – Rannsóknir og ráðgjöf býður upp á sérhannaðar rafrænar þjónustukannanir fyrir fyrirtæki. Byggt er á fimm þekktum víddum þjónustugæða SERVQUAL líkansins.Víddirnar fimm eru áþreifanleiki, áreiðanleiki, viðbragð og viðmót, traust og trúverðugleiki og samhygð.
• Áþreifanleiki (tangibles) – t.d. varan og vörugæðin, uppfylling væntinga, tengsl gæða og verðs o.s.frv.
• Áreiðanleiki (reliability) – Er t.d. veitt sama þjónusta í dag og í gær, sama hvern talað er við, standast tímaáætlanir, afhendingartími o.s.frv.
• Viðbragð og viðmót (responsiveness) – t.d. hversu hratt er brugðist við fyrirspurnum og hvernig er framkoma sölufólks, símsvörun o.s.frv.
• Traust og trúverðugleiki (assurance) – t.d. þekking starfsfólks, upplýsingar á heimasíðu o.s.frv.
• Samhygð (emphathy) – geta sett sig í spor viðskiptavinar, sjá fyrir þarfir viðskiptavina, meðhöndlun kvartana o.s.frv.
Hafðu samband og við gerum tilboð í verkefnið í samræmi við þarfir þínar sem verkkaupa og áætlað umfang í ljósi fjölda spurninga og fjölda viðskiptavina.
Næsta > |
---|