Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
hrm.is Rannsóknir og mælingar Starfslokagreining

Starfslokagreiningar

HRM tekur að sér að gera bæði kannanir og taka viðtöl meðal starfsmanna sem hafa sagt upp störfum. HRM heldur jafn­framt markvisst utan um niðurstöður fyrir hvert einstakt fyrirtæki. Þannig er hægt að greina þróun mála og niðurstöður eftir tímabilum ef þurfa þykir. Til að tryggja áreiðanleika og réttmæti upp­lýsinga í starfslokagreiningum er mikilvægt að fá óháða aðila til að sjá um framkvæmdina.

Ráðgjafar HRM taka viðtöl eða gera könnun meðal starfsfólks sem hefur sagt upp störfum. Starfslokagreining getur gefið stjórnendum mikilvægar upplýsingar og innsýn í orsakir óánægju starfsfólks. Nýta má niðurstöður í kjölfarið til umbóta og þannig koma í veg fyrir ótímabærar uppsagnir starfs­fólks. Með því að taka ávallt viðtal eða gera könnun við uppsögn eða í kjölfar upp­sagnar má fá upplýsingar sem nýta má til að koma í veg fyrir og/eða lág­marka starfs­mannaveltu til lengri tíma litið.

Starfsfólk sem svarar útgangskönnun af heilindum, gefur stjórnendum endurgjöf varðandi ýmsa þætti er lúta að starfinu og fyrirtækinu. Með því móti geta fráfarandi starfs­menn látið gott af sér leiða fyrir þá sem áfram starfa hjá fyrirtækinu og jafnvel sig sjálfa ef þeir kjósa að koma aftur til starfa hjá fyrirtækinu síðar á lífsleiðinni.

Ávinningur starfslokagreininga:
 • Upplýsingar um orsakir þess að starfsfólk kýs að hætta í fyrirtæki
 • Upplýsingar um áhrif uppsagna á starfsfólk.
 • Innsýn sem hjálpar starfsmannastjóra við stjórnun starfsmannamála.
 • Ómetanlegar upplýsingar um hvernig megi bæta ráðningarferlið og laða að starfsfólk.
 • Vísbendingar um hvernig megi draga úr starfsmannaveltu
 • Tækifæri til að halda verðmætu starfsfólki sem annars gæti sagt upp störfum
 • Hagnýtar upplýsingar er varða þjálfunarmál er má nýta til þarfagreiningar og áætlanagerðar á sviði fræðslu og þjálfunarmála.
 • Tækifæri fyrir óánægða starfsmenn til að láta óánægju sína í ljósi
 • Lágmarkaður sá skaði sem óánægðir starfsmenn geta valdið fyrirtækinu eftir að þeir hætta.
 • Ómetanlegar upplýsingar fyrir áætlanagerð fyrir stjórnendaþjálfun.
 • Hagnýt endurgjöf sem nýta má til að bæta ýmis ferli í fyrirtækinu

Nokkur munur getur verið á niðurstöðum viðtala eða kannana eftir því hvort rætt er við starfsfólk þegar það er enn í starfi eða eftir að það hættir. Viðtöl eða kannanir eftir að fólk er hætt störfum eru oftast áreiðanlegri og hafa meira upplýsingagildi. Svarhlutfall er þó yfirleitt lægra og því grípa sumir til þess ráðs að veita fjárhagslega umbun fyrir þátttöku. Ekki er ráðlegt að spurningalisti sé yfir 50 spurningar og að ekki taka lengri tíma en 15 mínútur að svara honum. Niðurstöður eru ekki birtar fyrir einstaka starfsmenn heldur hópa (5-10) þannig að svör eru ekki persónugreinanleg
 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.