
Ráðgjafar HRM taka viðtöl eða gera könnun meðal starfsfólks sem hefur sagt upp störfum. Starfslokagreining getur gefið stjórnendum mikilvægar upplýsingar og innsýn í orsakir óánægju starfsfólks. Nýta má niðurstöður í kjölfarið til umbóta og þannig koma í veg fyrir ótímabærar uppsagnir starfsfólks. Með því að taka ávallt viðtal eða gera könnun við uppsögn eða í kjölfar uppsagnar má fá upplýsingar sem nýta má til að koma í veg fyrir og/eða lágmarka starfsmannaveltu til lengri tíma litið.
Starfsfólk sem svarar útgangskönnun af heilindum, gefur stjórnendum endurgjöf varðandi ýmsa þætti er lúta að starfinu og fyrirtækinu. Með því móti geta fráfarandi starfsmenn látið gott af sér leiða fyrir þá sem áfram starfa hjá fyrirtækinu og jafnvel sig sjálfa ef þeir kjósa að koma aftur til starfa hjá fyrirtækinu síðar á lífsleiðinni.
- Upplýsingar um orsakir þess að starfsfólk kýs að hætta í fyrirtæki
- Upplýsingar um áhrif uppsagna á starfsfólk.
- Innsýn sem hjálpar starfsmannastjóra við stjórnun starfsmannamála.
- Ómetanlegar upplýsingar um hvernig megi bæta ráðningarferlið og laða að starfsfólk.
- Vísbendingar um hvernig megi draga úr starfsmannaveltu
- Tækifæri til að halda verðmætu starfsfólki sem annars gæti sagt upp störfum
- Hagnýtar upplýsingar er varða þjálfunarmál er má nýta til þarfagreiningar og áætlanagerðar á sviði fræðslu og þjálfunarmála.
- Tækifæri fyrir óánægða starfsmenn til að láta óánægju sína í ljósi
- Lágmarkaður sá skaði sem óánægðir starfsmenn geta valdið fyrirtækinu eftir að þeir hætta.
- Ómetanlegar upplýsingar fyrir áætlanagerð fyrir stjórnendaþjálfun.
- Hagnýt endurgjöf sem nýta má til að bæta ýmis ferli í fyrirtækinu