Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
hrm.is KÖNNUÐUR - Rafrænar kannanir

Rafrænar kannanir - KÖNNUÐUR

KÖNNUÐUR (Surveyor) er rafrænt kannanakerfi sem HRM hefur látið hanna fyrir sig sérstaklega.   Kerfið er algjörlega vefvænt og krefst ekki innsetningar á hugbúnaði hjá þátttakendum. Í gegnum KÖNNUÐ hefur HRM framkvæmt rafrænar kannanir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga með góðum árangri. 

HRM notar kerfið fyrir allar rafrænar kannir og rannsóknir sem fyrirtækið framkvæmir. KÖNNUÐUR er notaður við starfsánægjumælingar, starfslokagreiningar, þjónustukannanir, þarfagreiningar og við aðra þjónustu HRM sem krefst rafrænnar fyrirlagnar. KÖNNUÐUR hefur einnig  verið notaður við fyrirlögn alþjóðlegra kannana.

Miklar öryggiskröfur eru gerðar til kerfisins og eru samskipti þátttakenda við kerfið dulkóðuð (SSL) sem útilokar að hægt sé að hlera samskiptin. Við lok þátttöku eru öllum persónugreinanlegum atriðum eytt úr svarskrá hvers og eins. Persónuvernd allra þátttakenda er því tryggð fullkomlega. HRM hefur notað kerfið frá árinu 2005 og því er búið að margprófa öryggi þess og skilvirkni.  

Senda má kannanir með eftirfarandi aðferðum:

  • Tölvupóstur sendur á netfang þátttakenda með hlekk inn á könnunina.
  • Upplýsingar um vefslóð, notendanafn og lykilorð sendar í gsm síma þátttakenda.
  • Rannsakendur gefa upp auðkenni þátttakenda s.s. eins og kennitölu og fá síðan lista frá HRM með upplýsingum um auðkenni og lykilorð hvers þátttakenda.  Rannsakendur afhenda síðan þátttakendum auðkenni og lykilorð með þeim hætti sem þeim hentar.

KÖNNUÐUR er hannaður fyrir framkvæmd einkvæmra kannana og því tryggt að hver svarandi getur aðeins svarað könnun einu sinni. Svör þátttakenda eru ekki rekjanleg (smelltu á litaða textann til að fá nánari upplýsingar frá hönnuði kerfisins) þar sem tenging við netfang eða annað auðkenni rofnar um leið og svarendur ljúka könnun.

Setja má upp happdrætti í kannanakerfinu sem gefur kost á valkvæðri þátttöku svarenda. Könnunarkerfið er samhæfanlegt með gagnavinnsluforritinu SPSS og þarf því ekki að endurkóða gögn fyrir gagnaúrvinnslu. Viðskiptavinir geta fengið niðurstöður úr könnunum á Excel formi eða í SPSS. Enginn hámarksfjöldi tölvupóstfanga/gsm númera sem senda má könnun á. Setja má inn auðkenni eða fyrirtækjamerki (logo) inn á kannanir í KÖNNUÐI. Halda má könnun opinni eins lengi og viðskiptavinir óska eftir. Einnig má senda ítrekanir beint úr kerfinu til þátttakenda (tölvupóstur eða GSM).

Þjónustan sem boðið er upp á með KÖNNUÐI  hentar einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og öðrum þeim sem framkvæma þurfa kannanir meðal viðskiptavina, félagsmanna eða annarra skilgreindra hópa.  Velja má íslenskt eða enskt svarendaviðmót og því hægt að framkvæma kannanir á bæði íslensku og ensku.

Með KÖNNUÐI er allur kostnaður vegna póstsend­inga, símtala og innsláttar á gögnum úr sögunni – öll slík vinna er unnin í kerfinu.

HRM veitir þeim sem þess óska faglega ráðgjöf við hönnun spurningalista.

 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.