Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
hrm.is Rannsóknir og mælingar Þarfagreiningar í fræðslumálum

Þarfagreiningar í fræðslumálum


HRM- Rannsóknir & ráðgjöf framkvæmir þarfagreiningar fyrir fræðslu, menntun og þjálfun starfsfólks fyrir fyrirtæki, stofnanir og samtök á vinnumarkaði.
Sem dæmi um verkefni HRM á þessu sviði sá fyrirtækið um alla framkvæmd umfangsmikillar þarfagreiningar fyrir fræðslu og menntun fyrir starfsfólk og stjórnendur í ferðaþjónustu. HRM hefur einnig unnið þarfagreiningar á sviði fræðsu og þjálfunar innan fjármálageirans á Íslandi.
Þarfagreiningin fyrir ferðaþjónustu var gerð fyrir Samtök ferðaþjónustunnar og fleiri hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Um er að ræða eina umfangsmestu rannsókn sem framkvæmd hefur verið hér á landi á sviði ferðamála. Skýrsluna í heild má nálgast á heimasíðu SAF www.saf.is .

Markmið þarfagreininga

Leiðir við þarfagreiningar eru margar og ekki er hægt að alhæfa að ein leið sé best. Við þarfa­greiningu fyrir einstök fyrirtæki hefur þó skapast hefð fyrir því að byggja á þríþættri nálgun
 • Í fyrsta lagi að skoða hverjar þarfir skipulagsheildar­innar eru með tilliti til stefnu, mark­miða og annars samhengis.
 • Í öðru lagi að greina þarfir tengdar störfum eða verkefnum.
 • Í þriðja lagi að greina þarfir einstaklinganna.

  Við þarfagreiningar er leitast við að afla upplýsinga með blönduðum rannsóknaraðferðum eftir því sem við á hverju sinni. Framkvæmdar eru t.d. kannanir og/eða settir upp rýnihópar, tekin viðtöl, þörf metin útfrá starfslýsingum, verkefnalýsingum, upplýsingum frá viðskiptavinum og fleira.

Markmið þarfagreininga fyrir fræðslu og menntun innan skipulagsheilda geta verið margvísleg. Dæmi um markmið eru að varpa eigi ljósi á hverjar þarfir ólíkra hópa, greina og sviða innan viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar eru á sviði fræðslu og þjálfunar, greina þætti sem tengjast skipulagi og stefnu­mörkun náms og fræðslu og skoða hvort og hvernig aukin hæfni og menntun geti nýst viðkomandi skipulagsheild.

Við þarfagreiningar má setja fram eftirfarandi spurningar og leita svara við þeim:
 • Hver eru helstu vandamál eða áskoranir viðkomandi skipulagsheildar?
 • Hvaða hæfni, þekking eða þjálfun getur mögulega stuðlað að lausn vandamálanna?
 • Hvert er menntunarstigið í skipulagsheildinni meðal stjórn­enda fyrirtækja og starfsfólks?
 • Hvert er viðhorf stjórnenda, starfsfólks til mismunandi náms, fræðslu og þjálfunar?
 • Hvaða tækifæri og hvatningu hefur starfsfólk í viðkomandi skipulagsheild til að fara í nám eða sækja nám­skeið til að bæta hæfni sína í starfi, hvað snertir fjármögnun, tíma, aðgengi og fleira?
 • Með hvaða hætti vill starfsfólk og stjórnendur helst þróa hæfni sína og færni?
 • Hvert er gildi og hver væru áhrif aukinnar menntunar, aukinnar fræðslu og þjálfunar fyrir viðkomandi skipulagsheild?
Þarfagreining fyrir fræðslu og þjálfun starfsmanna og stjórnenda í ferðaþjónustu:
Þarfagreining fyrir menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi var unnin fyrir SAF og samtök á vinnumarkaði árið 2005. Verkefnið er ein umfangsmesta rannsókn sem hefur verið framkvæmd hér á landi á sviði ferðaþjónustu. Markmið þarfagreiningarinnar var að varpa ljósi á þætti sem tengjast skipulagi og stefnumörkun varðandi uppbyggingu náms og hvort og hvenrig aukin hæfni og menntun nýtist ferðaþjónustu. Verkefnið var unnið af Arneyju Einarsdóttir og Sigríði Þrúði Stefánsdóttur í samstarfi við Jón Torfa Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu saf www.saf.is

 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.