Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

Starfsánægja - Vinnustaðagreiningar

HRM - Rannsóknir og ráðgjöf hefur framkvæmt fjölda vinnustaðagreininga frá árinu 2004 með mælitæki Evrópsku starfsánægjuvísitölunnar. Mælitækið (EEI) gefur einstakt tækifæri til að varpa ljósi á ýmsa áhrifaþætti starfsánægju og hvatningar sem og á ávinninginn í formi hollustu og tryggðar. Í mælingum er notaður samanburðargrunnur úr mælingum hér á landi og frá Norðurlöndunum fyrir stærri fyrirtæki. Einnig hafa verið byggðir upp gagnagrunnar fyrir einstaka atvinnugreinar sem nýta má í samanburði. HRM hefur unnið fyrir m.a. Norvikur samsteypuna (BYKO og Kaupás), Teris, Calidris, Bílastæðasjóð, Verslunarskólann, Iðnskólann í Reykjavík, Landsteina-Streng, Hug-Ax og fjölda annarra fyrirtækja sem og opinberar stofnanir.

 

Mælingar með mælitæki EEI gefa jafnframt tækifæri til að varpa ljósi á samsetningu vinnuaflsins, eða hlutfall flakkara í starfsmannahópnum, eldheitra talsmanna o.s.frv.

HRM – rannsóknir og ráðgjöf fékk, í kjölfar þýðingar, staðfærslu og prófunar hér á landi, leyfi hjá CFI group í Svíþjóð til að nota mælitæki og líkan Evrópsku starfsánægjuvísitölunnar. Mælitæki og líkan Evrópsku starfsánægjuvísitölunnar (EEI) var upphaflega þróað í Danmörku og er nú notað af CFI Group og MarkedConsult á Norðurlöndunum. EEI er notað í árlegri úrtakskönnun í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi og til mælinga í einstökum fyrirtækjum


Íslenska Starfsánægjuvísitalan
• Mælitækið var prófað í alls 12 íslenskum fyrirtækjum 2004 og greint vægi áhrifaþátta starfsánægju hér á landi og gerður samanburður við hin Norðurlöndin og hefur verið notað hér á landi síðan í mælingum fyrir einstök fyrirtæki og stofnanir.

Niðurstöður rannsóknarinnar byggja upp vísitölu þá sem notuð er til samanburðar við mælingar í fyrirtækjum hér á landi.
• Prófunin sýndi fram á réttmæti og áreiðanleika mælitækisins.

Um líkanið

Líkanið sýnir orsakasamhengið og forspá frá helstu áhrifaþáttum starfsánægju og hvatningar yfir í hegðun í formi hollustu og tryggðar. Því fæst bæði yfirsýn yfir viðhorf starfsfólks til alls tíu megin þátta og þar með talið starfsánægju og hvatningu. Að auki fæst yfirsýn yfir hollustu og tryggð starfsfólks og þannig hægt að spá fyrir um starfsmannaveltu og hversu tilbúið starfsfólk er til að leggja á sig fyrir fyrirtækið.

Mælitækið byggir á þáttagreiningu og líkanið samanstendur af alls 31 staðlaðri spurningu. Einnig eru 19 aðrar staðlaðar spurningar utan líkansins. Að baki hverjum þætti eru tvær til fjórar spurningar. Bæta má við fleiri spurningum með tilliti til þarfa og aðstæðna í hverju fyrirtæki fyrir sig.


© CFI group

Ávinningur?
• Yfirsýn yfir viðhorf starfsfólks í fyrirtækinu
• Byggð upp starfsánægjuvísitala fyrirtækisins
• Horft á orsakasamhengið frá áhrifavöldum starfsánægju og hvatningar til hollustu og tryggðar.
• Forspá um hegðun starfsfólks í framtíðinni.
• Niðurstöður gefa skýr skilaboð um forgangsröðun aðgerða.
• Hægt að mæla og fylgjast með viðhorfunum í fyrirtækinu reglulega án flókins undirbúnings.
• Samanburður við heildarniðurstöður (meðaltöl) úr 56 fyrirtækjum hér á landi með yfir 3000 svarendum.
• Nýta má niðurstöður á einfaldan máta í ársskýrslu fyrirtækisins – gefur yfirsýn yfir óáþreifanlegu verðmætin í fyrirtækinu.
• Greining á samsetningu og gerð vinnuafls – hollusta og tryggð (myndræn framsetning og flokkun á starsfólki: Eldheitir talsmenn, kjarnastarfsfólk, flakkarar, sófakartöflur og týndar sálir.

Samsetning vinnuafls

Flakkarar eru yfir meðallagi hollir fyrirtækinu sem þeir starfa hjá og tilbúnir að leggja töluvert á sig fyrir það t.d. þegar breytingar eiga sér stað. Hins vegar eru þeir ekki eins tryggir og því tilbúnir að taka betri tækifærum ef þau bjóðast annars staðar.

Eldheitir talsmenn eru eftirsóknarverðustu starfsmenn allra fyrirtækja þar sem þeir eru bæði hollir og tryggir fyrirtækinu og tilbúnir að takast á við ýmsar áskoranir með því. Um 25% starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum eru yfir meðallagi hollir og tryggir og falla því í þennan flokk.

Ráðvilltir starfsmenn eru hvorki hollir né tryggir og því ekki mjög eftirsóknarverðir starfsmenn fyrir fyrirtæki. Það mætti til dæmis aðstoða þá við að finna vinnu sem hentar þeim betur eða veita þeim leiðsögn varðandi námsval.

Sófakartöflur eru starfsmenn sem síst er sóst eftir því þeir eru tryggir og því litlar líkur á því að þeir hætti en hins vegar ekki hollir starfsmenn. þeir eru því ekki tilbúnir að leggja mikið af mörkum.Kjarnastarfsmenn
eru í meðallagi tryggir og hollir og skapa því fyrirtækinu ákveðinn stöðugleika og festu og því fyrirtækjum mikilvægir.
 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.