Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
hrm.is Umsagnir Fræðslumiðstöð Sparisjóðanna
Fræðslumiðstöð sparisjóðanna hefur haldið námskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur sparisjóðanna frá 1997.  Framboð námskeiða fyrir almenna starfsmenn hefur verið mikið og einnig hefur stjórnendum og millistjórnendum gefist kostur á að sækja sér nám á háskólastigi.Í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hefur á íslenskum fjármálamarkaði undanfarin misseri og til að renna enn styrkari stoðum undir sparisjóðina töldum við ástæðu til að endurskoða námskeiðsframboð Fræðslumiðstöðvar sparisjóðanna sl. vor.

Því var ákveðið að framkvæma ítarlega þarfagreiningu fyrir fræðslu og þjálfun starfsmanna og stjórnenda sparisjóðanna.og greina þörf fyrir fræðslu með tilliti til þeirra markmiða sem sparisjóðirnir hafa sett sér um frammistöðu og árangur í rekstri.

HRM ehf, hóf vinnu við verkefnið í byrjun maí. Greiningarvinnan stóð yfir í 2 mánuði og byggði á viðtölum og rýnihópum meðal starfsfólks og stjórnenda sparisjóðanna.

Það hentar Sparisjóðnum að vinna með fyrirtæki eins og HRM enda er það stefna sprarisjóðanna að starfa þétt með og hlúa að minni og meðalstórum fyrirtækjum.

Við teljum að í allri sinnu vinnu hafi HRM kappkostað að horfa til árangurs og samkeppnisstöðu sparisjóðanna.  Við munum nýta niðurstöður þarfagreiningarinnar til að styrkja námskeiðsframboð og í ýmis konar umbótavinnu Fræðslumiðstöðvarinnar með það að leiðarljósi að styrkja og byggja upp færni og þekkingu starfsfólks sparisjóðanna.  Við erum mjög ánægð með alla framkvæmd verkefnisins sem og samstarfið við Sigríði Þrúði Stefánsdóttur og Arneyju Einarsdóttur hjá HRM.

 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.