Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Teris.

Terus hefur nýtt sér þjónustu HRM við mælingar á starfsánægju sl. fjögur ár. Starfssvið fyrirtækisins er mjög víðtækt, við erum með sérfræðinga á sviðum upplýsingatækni og fjármálaþjónustu sem með þekkingu sinni og reynslu byggja upp þekkingarbrunn fyrirtækisins á starfsemi fjármálafyrirtækja.

Fyrirtækið er í örum vexti og hefur starfsmönnum fjölgað um 35% á sl. 12 mánuðum. Við teljum því mjög mikilvægt að fylgjast með líðan starfsfólksins, okkar helstu auðlind, þar með talið viðhorfum þeirra til ýmissa þátta í starfseminni. Þannig teljum við okkur geta betur mætt væntingum starfsfólks og jafnframt komið í veg fyrir ótímabær starfslok eða kulnun í starfi.

Við vorum þátttakendur í prófun mælitækis Starfsánægjuvísitölunnar árið 2004 og fengum niðurstöður úr þeirri mælingu sem gáfu okkur mjög góða yfirsýn yfir styrkleika okkar og veikleika. Við fengum einnig gagnlegar ábendingar um það á hvaða sviðum væri helst þörf á úrbótum. Við höfum mælt á sama tíma áhvrju ári síðan með aðstoð HRM og mælitækis EEI. Niðurstöðurnar gefa okkur góða yfirsýn yfir viðhorf starfsfólks Teris og samtímis tækifæri til samanburðar milli ára. Þannig hefur verið hægt að greina hvaða áhrif hinn mikli vöxtur fyrirtækisins hefur haft á líðan, ánægju og ýmis viðhorf starfsmanna. Við erum núna að vinna með niðurstöðurnar og nýtum þær markvisst í okkar innra gæða- og umbótastarfi.

 

 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.