HRM - Rannsóknir og ráðgjöf hefur framkvæmt fjölda vinnustaðagreininga frá árinu 2004 með mælitæki Evrópsku starfsánægjuvísitölunnar. Mælitækið (EEI) gefur einstakt tækifæri til að varpa ljósi á ýmsa áhrifaþætti starfsánægju og hvatningar sem og á ávinninginn í formi hollustu og tryggðar. Í mælingum er notaður samanburðargrunnur úr mælingum hér á landi og frá Norðurlöndunum fyrir stærri fyrirtæki. Einnig hafa verið byggðir upp gagnagrunnar fyrir einstaka atvinnugreinar sem nýta má í samanburði. HRM hefur unnið fyrir m.a. Norvikur samsteypuna (BYKO og Kaupás), Teris, Calidris, Bílastæðasjóð, Verslunarskólann, Iðnskólann í Reykjavík, Landsteina-Streng, Hug-Ax og fjölda annarra fyrirtækja sem og opinberar stofnanir.