Kannanir - Mannauður - HRM rannsóknir og ráðgjöf

 
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size

Starfsánægja - Vinnustaðagreiningar

HRM - Rannsóknir og ráðgjöf hefur framkvæmt fjölda vinnustaðagreininga frá árinu 2004 með mælitæki Evrópsku starfsánægjuvísitölunnar. Mælitækið (EEI) gefur einstakt tækifæri til að varpa ljósi á ýmsa áhrifaþætti starfsánægju og hvatningar sem og á ávinninginn í formi hollustu og tryggðar. Í mælingum er notaður samanburðargrunnur úr mælingum hér á landi og frá Norðurlöndunum fyrir stærri fyrirtæki. Einnig hafa verið byggðir upp gagnagrunnar fyrir einstaka atvinnugreinar sem nýta má í samanburði. HRM hefur unnið fyrir m.a. Norvikur samsteypuna (BYKO og Kaupás), Teris, Calidris, Bílastæðasjóð, Verslunarskólann, Iðnskólann í Reykjavík, Landsteina-Streng, Hug-Ax og fjölda annarra fyrirtækja sem og opinberar stofnanir.

Lesa meira...
 

Hópefli - Heitur klukkutími

Hentar vel til að brjóta markvisst upp starfsdaginn eða þegar þjappa þarf saman nýrri liðsheild s.s. eins og við samruna eða aðrar breytingar. Hentar einnig vel í nýliðaþjálfun og við ýmsar aðrar aðstæður.

Heitur klukkutími getur hentað vel sem stuðningstæki við ýmsar aðstæður og er líka ótrúlega skemmtilegt:

Lesa meira...
 

Rafrænar kannanir - KÖNNUÐUR

KÖNNUÐUR (Surveyor) er rafrænt kannanakerfi sem HRM hefur látið hanna fyrir sig sérstaklega.   Kerfið er algjörlega vefvænt og krefst ekki innsetningar á hugbúnaði hjá þátttakendum. Í gegnum KÖNNUÐ hefur HRM framkvæmt rafrænar kannanir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga með góðum árangri. 

HRM notar kerfið fyrir allar rafrænar kannir og rannsóknir sem fyrirtækið framkvæmir. KÖNNUÐUR er notaður við starfsánægjumælingar, starfslokagreiningar, þjónustukannanir, þarfagreiningar og við aðra þjónustu HRM sem krefst rafrænnar fyrirlagnar. KÖNNUÐUR hefur einnig  verið notaður við fyrirlögn alþjóðlegra kannana.

Lesa meira...
 

OPNA KÖNNUN
Vinsamlega smellið hér til að komast inn í könnun.

Þetta á við um allar kannanir sem eru virkar hverju sinni. Athugaðu að kerfið finnur sjálfkrafa hvaða könnun á við hvaða lykil.